Persónuverndarstefna

Hver erum við

Félagsfræðingafélag Íslands er félag félagsfræðinga og þeir sem lokið hafa háskólaprófi í félagsfræði eða skyldum greinum geta gerst félagsmenn. Tilgangur félagsins er að efla fræðilega umræðu meðal félagsmanna; hafa áhrif á almenna umræðu um þjóðfélagsmál og standa að ráðstefnum og fyrirlestrum um félagsfræðileg málefni. Félagið stendur jafnframt að útgáfu fagtímarits samkvæmt samningi þar að lútandi.

Formaður stjórnar félagsins 2019-2020 er Sunna Símonardóttir.

Vefur félagsins er: http://felagsfraedingar.is.

Hægt er að hafa samband við félagið með því að senda tölvupóst á netfangið postur[hja]felagsfraedingar.is.

Hvaða persónuupplýsingum við söfnum og hvers vegna

Skráning í félagið og upplýsingar um félagsmenn

Félagið vinnur með persónuupplýsingar vegna skráningar nýrra félagsmanna: 

  • Nafn
  • Kennitala
  • Heimilisfang
  • Póstnúmer
  • Staður
  • Netfang
  • Sími
  • Námsgráða

Unnið er með þessar upplýsingar til að félagið geti átt í samskiptum við félagsmenn, innheimt félagsgjöld, og til að ganga úr skugga um að viðkomandi uppfylli skilyrði til að ganga í félagið. Vinnsla upplýsinganna byggist á samþykki viðkomandi.

Myndir af viðburðum

Félagsfræðingafélag Íslands heldur reglulega viðburði, eins og ráðstefnur, málþing og fyrirlestra. Stundum eru myndir teknar af viðburðum og þær birtar á vef félagsins. Þetta er gert til að kynna félagið og starfið á þess vegum.

Vafrakökur

Engum vafrakökum er safnað á vef Félagsfræðingafélags Íslands um þá sem heimsækja vefinn.

Efni frá öðrum vefum

Greinar geta innihaldið efni frá öðrum vefum, svo sem myndbönd, myndir, greinar og fleira. Þegar efni annarra vefa er skoðað geta þeir safnað persónuupplýsingum, notað vafrakökur og fleira.

Heimsóknir á vef Félagsfræðingafélags Íslands

Félagsfræðingafélagið vinnur með upplýsingar um fjölda heimsókna á vef félagsins, hvaða síður vefarins eru skoðaðar og með hvaða leitarvél vefurinn var fundinn. Þessar upplýsingar er þó ekki hægt að rekja til einstaklinga og ip tölum er ekki safnað vegna þeirra.

IP tölum er aftur á móti safnað um þá sem skrá sig inn á eða reyna að skrá sig inn á vefumsjónarkerfi vefarins, þar á meðal í hvaða ríki viðkomandi vél er. Þessum upplýsingum er safnað með viðbót sem kallast Wordfence af öryggisástæðum og því til að gæta lögmætra hagsmuna félagsins.

Aðild að Norræna félagsfræðifélaginu

Félagsaðild að Félagsfræðingafélagi Íslands innifelur áskrift að tímariti Norræna félagsfræðingafélagsins. Norræna félagið fær nafn og heimilisfang til að senda prentað eintak af tímaritinu til félagsmanna. Einnig er listinn notaður til að telja félagsmenn í hverju landi.

Félagsmenn skrá sig í félagið með því að fylla út þessar upplýsingar. Upplýsingar um búferlaflutninga er aflað með ýmsum hætti.

Með hverjum deilum við persónuupplýsingum með

Vefurinn er hýstur hjá 1984 ehf. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má nálgast á vefslóðinni: https://www.1984.is/

Við deilum ekki persónuupplýsingum félagsmanna með þriðju aðilum í markaðssetningarskyni.

Hversu lengi við geymum persónuupplýsingar

Félagsfræðingafélag Íslands varðveitir persónuupplýsingar um félagsmenn sína en þeim er eytt um leið og félagsmaður segir upp aðild sinni að félaginu og búið er að innheimta öll félagsgjöld.

Á vef félagsins eru birtar myndir af viðburðum á þess vegum. Myndunum er ekki eytt nema þess sé óskað af þeim sem á þeim birtast.

Hver eru réttindi einstaklinga vegna vinnslu persónuupplýsinga

Allir eiga ákveðin réttindi samkvæmt persónuverndarlögum, eins og að fá að vita hvaða persónuupplýsingar unnið er með um sig þá hjá viðkomandi aðila og fá afrit af eigin upplýsingum sem unnið er með. Þá eiga einstaklingar í ákveðnum tilvikum rétt á að fá persónuupplýsingarnar sínar á algengu tölvusniði eða senda til annars aðila. 

Í ákveðnum tilvikum eiga einstaklingar rétt á því að láta eyða upplýsingum um sig án tafar, svo sem ef þær eru ekki lengur nauðsynlegar miðað við tilgang vinnslunnar eða vegna þess að samþykki fyrir vinnslu þeirra hefur verið afturkallað. Einstaklingar geta hvenær sem er afturkallað samþykki sitt. Þá geta einstaklingar í ákveðnum tilvikum takmarkað vinnslu persónuupplýsinga um sig tímabundið og andmælt vinnslu.

Félagsfræðingafélagið reynir eftir fremsta megni að verða við óskum einstaklinga um beitingu réttinda samkvæmt persónuverndarlögum. Í einhverjum tilvikum getur félagið þó ekki orðið við beiðni, svo sem vegna laga.

Einstaklingar sem hafa spurningar um réttindi sín eða vilja leita réttar síns í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga hjá félaginu, geta sent tölvupóst á netfangið postur[hja]felagsfraedingar.is. 

Hvernig öryggis persónuupplýsinga er gætt

Til að gæta öryggis persónuupplýsinga hefur Félagsfræðingafélag Íslands gripið til viðeigandi tæknilegra og skipulegra ráðstafana til að vernda persónuupplýsingar með hliðsjón af eðli þeirra. Svo sem aðgangsstýringar og notkun eldveggjar.

Kvörtun til Persónuverndar

Einstaklingar sem telja brotið gegn rétti sínum í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga hjá félaginu geta sent erindi til Persónuverndar. Sjá nánar á vef stofnunarinnar: https://www.personuvernd.is/ 

Breytingar á persónuverndarstefnu

Þessi persónuverndarstefna verður reglulega endurskoðuð, uppfærð og leiðrétt með hliðsjón af þeirri vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram hjá Félagsfræðingafélagi Íslands.