Íslenskur félagsfræðingur skrifar kennslubók fyrir Oxford University Press

      Comments Off on Íslenskur félagsfræðingur skrifar kennslubók fyrir Oxford University Press

gummi-prof-portrait_1Guðmundur Ævar Oddsson lektor við félags- og
mannfræðideild Norður-Michigan háskóla gerði nýverið samning um að skrifa inngangsbók í félagsfræði fyrir Oxford University Press, stærstu háskólaútgáfu í heimi. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Íslendingur skrifar inngangsbók í félagsfræði á ensku en bók Guðmundar er fyrst og fremst ætluð fyrir nemendur í inngangskúrsum í félagsfræði við bandaríska háskóla. Að sögn Guðmundar verður kennslubókin með alþjóðlegra sniði en gengur og gerist á þessu sviði og að leiðarstef hennar verði félagslegur ójöfnuður. Bókin kemur út árið 2020.