Félagsfræðingar rýna í nýafstaðnar kosningar í Bandaríkjunum

      Comments Off on Félagsfræðingar rýna í nýafstaðnar kosningar í Bandaríkjunum

Stefán Ólafsson prófessor birti nýlega grein um nýafstaðnar kosningar í Bandaríkjunum. Í greininni tengir hann sveiflur í stjórnmálum síðustu ára við neikvæðar afleiðingar hnattvæðingar og nýfrjálshyggjuþróun og að það eigi þátt í að skýra óvæntan og sögulegan sigur Trumps. Greinina má nálgast hér.

Jón Gunnar Bernburg prófessor ræddi einnig um kosningarnar við visir.is þar sem hann tengdi, líkt og Stefán, úrslit kosninganna við aukin efnahagslegan ójöfnuð samfara alþjóðavæðingu fjármála- og efnahagslífsins. Vantrú almennings á stjórnmálakerfinu hafi jafnframt aukist í fjármálakreppunni og orðræðan um að hinir auðugu hafi náð tökum á ríkisvaldinu hafa fengið byr undir báða vængi. Þannig hefur skapast eftirspurn eftir óhefðbundnum stjórnmálaöflum á borð við Donald Trump. Viðtalið má nálgast hér.