10. ráðstefnan um íslenska þjóðfélasfræði

      Comments Off on 10. ráðstefnan um íslenska þjóðfélasfræði

10. ráðstefnan um íslenska þjóðfélagið
„Hraðbyri til framtíðar eða aftur til fortíðar?“
Kallað er eftir ágripum af erindum fyrir 10. ráðstefnuna um íslenska þjóðfélagið, sem haldin verður í Háskólanum á Akureyri dagana 21.-22. maí 2016. Athugið að ráðstefnan verður haldin laugardag og sunnudag í ár. Fræðafólk úr öllum greinum hug- og félagsvísinda er hvatt til að senda ágrip af erindum byggðum á eigin rannsóknum.

Yfirskrift ráðstefnunnar: „Hraðbyri til framtíðar eða aftur til fortíðar?“ vísar til þeirra krossgatna við stöndum á víða í samfélagi okkar, hvort sem er hvað varðar stjórnmál, trúarbrögð, þjóðerni, efnahag, kyn, og atvinnulíf svo fátt eitt sé nefnt. Hér verður svigrúm fyrir fræðafólk úr öllum hug- og félagsvísindagreinum til að koma rannsóknum sínum á framfæri og deila með fræðasamfélaginu.