Um okkur

Félagsfræðingafélag Íslands var stofnað 30. nóvember 1995. Tilgangur félagsins er að efla fræðilega umræðu meðal félagsmanna; hafa áhrif á almenna umræðu um þjóðfélagsmál og standa að ráðstefnum og fyrirlestrum um félagsfræðileg málefni. Félagið er fagfélag og ætlað þeim sem lokið hafa háskólaprófi í félagsfræði.

Vef félagsins er ætlað að stuðla að umræðu meðal félagsfræðinga og um leið kynna félagið og fræðin innan félagsins jafnt sem utan þess. Við hvetjum félagsmenn jafnt sem aðra til að senda okkur efni til birtingar eða umfjöllunar á vefnum.