Samfélagið – fyrirlestrarröð í félagsfræði

      Comments Off on Samfélagið – fyrirlestrarröð í félagsfræði

Fyrsta erindið í fyrirlestrarröðinni er haldið á mánudaginn 24. apríl kl: 16:00 í Odda st. 101.

Ashley Mears: Waste, Wealth and Symbolic Boundary Reflexivity.

Ashley Mears dósent í félagsfræði við Boston University mun halda fyrirlestur við Háskóla Íslands þann 24. apríl. Áhugasvið Ashley eru efnahagsfélagsfræði, menningarfélagsfræði og kynjafræði og hún notar vettvangsrannsóknir og viðtöl til að svara þeim spurningum sem hún hefur áhuga á. Fyrsta bók hennar, Pricing Beauty: the Making of a Fasion Model kom út hjá University of California Press árið 2011, en það er etnógrafía þar sem að hún stafaði sem fyrirsæta í New York og London. Í þeirri rannsókn sem að hún mun fjalla um hér á landi, þá hefur hún skoðað hvernig þeir sem tilheyra 1% skemmta sér, og hvernig þeir koma fram við konur og ákvarða virði peninga. Hún hefur birt eina grein úr þessari rannsókn í American Sociological Review og er með samning fyrir bók við Princeton University Press.

Vonumst til að sjá sem flest ykkar!