Kallað eftir umsóknum fyrir ritstjóra Acta Sociologica 2019 til 2022

      Comments Off on Kallað eftir umsóknum fyrir ritstjóra Acta Sociologica 2019 til 2022

Kallað eftir umsóknum fyrir ritstjóra Acta Sociologica 2019 til 2022 (English follows)

Norræna félagsfræðingafélagið leitar af nýjum ritstjórum til að ritstýra Acta Sociologica frá janúar 2019.  Stefnt er að því að íslenskir félagsfræðingar taki við að Finnum í upphafi árs 2019. Íslenskir félagsfræðingar eru því hvattir til að sækja um að ritstýra þessu alþjóðlega félagsfræði tímariti.

Umsóknarfrestur ritstjóra er til 1. febrúar 2018.

Acta Sociologica er afar virt fræðitímarit sem er gefið út af SAGE útgáfufyrirtækinu. Í tímaritinu eru birtar vandaðar kenningalegar og empirískar greinar á öllum sviðum félagsfræðinnar. Tímaritið er með 1.38 í 5 ára impact factor og er dreift til meðlima allra félagsfræðingafélaga á Norðurlöndunum. Tímaritið nær jafnframt töluverðri aljóðlegri útbreiðslu í gegnum mjög viðamiklar bókasafnsáskriftir. Ferlið í kringum ritrýni og birtingar í umsjá rafræna kerfisins SAGE track.

Ritstjórn Acta Sociologica færist á milli norðurlandanna á 4 ára fresti. Ritstjórn er nú í höndum Jani Erola og Suvi Salemnniemi við Turku háskólann í Finnlandi. Norræna félagsfræðingafélagið veitir stofnuninni sem hýsir næstu ritstjóra fjárhagslegan stuðning til þess að ráða aðstoðarmanneskju sem er ætlað að sjá um daglegan rekstur tímaritsins og kostnað við ferðir á fundi með útgefanda og Norræna félagsfræðingafélagsins (formlegum eigendum tímaritsins).

Mat umsókna:

Umsóknir nýrra ritstjóra Acta Sociologica verða metnar út frá eftirfarandi viðmiðum:

 • Félagsfræðilegri og faglegri sérþekkingu umsækjanda.
  • Umsækjendur þurfa að vera leiðandi í félagsfræðilegum rannsóknum á Íslandi, og ættu jafnframt að töluverðar alþjóðlegar birtingar í ritrýndum félagsfræðilegum tímaritum.
 • Akademískri stöðu stofnunarinnar sem hýsir ritstjórana (háskólans)
  • Umsækjendur þurfa að hafa stöðu við háskólastofnun sem hefur mikla rannsóknarvirkni og hefur burði til að veita ritstjórunum þann stuðning sem þeir kunna að þurfa á að halda.
 • Gæði stjórnsýslu stofnunarinnar sem hýsir ritstjórana (háskólans)
 • Framtíðarsýn umsækjanda til að þróa og styrkja Acta Sociologica á þeim tíma sem þeir munu sinna starfi ritstjóra.

Byggt á reynslu af ritstjórn Acta Sociologica er jafnframt mikilvægt að umsækjendur uppfylli eftirfarandi skilyrði:

 • Tímaritið ætti að hafa að lágmarki tvo ritstjóra sem hafa stöðu við sömu stofnun og hafa reynslu af góðu samstarfi.
 • Ritstjórar ættu að hafa viðamikla og mótsvarandi félagsfræðilega hæfni, bæði aðferðafræðilega og efnislega.
 • Ritstjórar ættu að hafa nokkuð mikil og mótsvarandi alþjóðleg tengsl við fræðimenn á sviði félagsfræðilegra rannsókna.
 • Að minnsta kosti einn af ritstjórunum ætti að hafa fullkomið vald á því að skrifa og tala á ensku.

Þrátt fyrir að Norræna félagsfræðingafélagið veiti ritstjórum Acta Sociologica töluverðan fjárhagslegan stuðning, má gera ráð fyrir að einhver kostnaður lendi á stofnuninni sem ritstjórar hafa stöðu við. Það er því mikilvægt að umsækjendur gefi upplýsingar um hvernig stjórnsýslu og stuðning stofnunin getur veitt.

Þetta gæti verið til að mynda að aðstoða aðstoðarritstjóra, veita skrifstofupláss, veita ritstjórum afslátt af kennslu, og veita aðra þjónustu eða stuðning sem ritstjórar kunna að þurfa á að halda.

Norræna félagsfræðingafélagið mun sjá um þann kostnað sem hlýst af því að færa ritstjórn frá Finnlandi til Íslands (t.d. með því að greiða fyrir kostnað sem hlýst af fundum milli fráfarandi og tilvonandi ritstjóra). Norræna félagsfræðingafélagið borgar fyrir árlega ferð þar sem ritstjórar funda með útgáfufyrirtæki tímaritsins (SAGE), og kostnað sem hlýst af kynningu ritstjóra á stjórnarfundi Norræna félagsfræðingafélagsins.

Í ljósi smæðar íslenska samfélagsins, mun íslenska félagsfræðingafélagið fá aðstoð frá Norræna félagsfræðingafélaginu við val á ritstjórum. Íslenska félagsfræðingafélagið mun leggja til val á nýjum ritstjórum á fundi stjórnar Norræna félagsfræðingafélagsins 31. mars 2018. Umsækjendur fá tilkynningu um val nýrra ritstjóra í síðasta lagi 30. apríl 2018. Nýir ritstjórar taka við tímaritinu 1. janúar 2019. Fráfarandi ritstjórar munu aðstoða nýja ritstjóra við það sem þarf á haustmánuðum 2018.

Í umsókn ritstjóra ætti að skýra greinilega frá hæfni umsækjanda og þeim stuðningi sem stofnunin sem umsækjendur hafa stöðu við geta veitt. Jafnframt ætti að tilgreina hvernig samningum verður háttað á milli Norræna félagsfræðingafélagsins og stofnunarinnar.

Umsóknir skulu sendar á netfangið stjorn16@felagsfraedingar.is fyrir 1. febrúar 2018.

Hafið vinsamlegast samband við Margréti Einarsdóttur fyrir frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á margrei@hi.is

 

Call for Acta Sociologica Editors, from 2019 to 2023 

The Nordic Sociological Association (NSA) is looking for new Editors to edit Acta Sociologica from January 2019 when the editorship will be transferred from Finland to Iceland. Therefore, the Icelandic sociological community is invited to make bids for the editorial management of this important international sociology journal.  

The deadline for applications for the editorship is February 1st, 2018.  

Acta Sociologica is a highly respected journal published by Sage which welcomes high-quality theoretical and empirical papers in all areas of sociology. The journal has a 5-year impact factor of 1.38 and is distributed to the members of the national sociological associations in the Nordic countries (around 3000) and has a global distribution through extensive library subscriptions. The submission and review process is hosted on SAGE track; a web based online submission and peer review system.  

According to the statues of its owners, the Nordic Sociological Association, Acta Sociologica editorship circulates between the Nordic countries. The journal is currently edited by Professor Jani Erola and Associate Professor Suvi Salemnniemi at the University of Turku. NSA provides financial support to the host institution in order to cover the working time of editors and/or editorial assistance, and the costs for meetings with the publishers and owners. - 

Evaluation criteria:  

A bid for the new editorship should focus on the following key criteria, which will be used in evaluating the proposals:  

 • The level of sociological and professional expertise of the editors -  At a minimum, the new Editors are expected to be nationally leading, and internationally well-recognized sociologists.
 • The academic standard of the host institution – The host institution is expected to be an excellent research environment institution to the Editors (e.g., secretary services, in-kind contributions)
 • The quality of administrative support from the host.
 • The visions for developing and strengthening Acta Sociologicaduring the term of the editorship.  

Based on previous experience, the editors should also meet the following additional requirements:  

 • The journal shall have at least two Editors, who are based in the same institution and who maintain good internal communication.
 • The editors shall have high and complementary sociological capacities, both substantially and methodologically.
 • The Editors shall have a strong and complementary standing in international research networks.
 • At least one of the Editors shall fully master the English language, both in writing and in speech.

The NSA provides significant financial support for the editorial work. The NSA support, however, does not cover all the actual costs. Therefore the applicants are asked to provide information what kind of infrastructure and financial support the hosting institution is able to provide. This can include support to editorial assistance, office space, working-time arrangements for the editors, management infrastructure and support, as well as postal services, equipment, and maintenance.  

NSA will cover costs of transferring editorial office (i.e. travel and meetings between outgoing and incoming editors). NSA covers costs for one annual meeting between the editors and the publisher (SAGE) and costs for editorial representation in NSA board meetings.   

The bidding process:  

Considering the small size of the Icelandic sociological community, the Icelandic Sociology Association will receive assistance choosing editors from a selection committee chosen by the Board of NSA. The Icelandic Sociology Association will make a suggestion for new Editors to the Board of the NSA by March 31, 2018. The new Editors will be informed about the decision no later than April 30, 2018.  The new Editors will take charge of the journal on January 1, 2019. The current Editors will assist in the transition of editorial offices during fall 2018.  

In the applications, the merits of the candidate editors should be explicated, and the proposed financial and institutional arrangements between NSA and the host institution should be outlined. Furthermore, the applicants should outline their vision for developing Acta Sociologica during their editorship.  

The applications should be sent to stjorn16@felagsfraedingar.is by February 1st 2018.  

For further information, please contact Margrét Einarsdóttir (margrei@hi.is ) or Margrét Valdimarsdóttir (margretva@hi.is).