Kallað eftir umsóknum fyrir ritstjóra Acta Sociologica 2019 til 2022, framlengdur frestur (updated version, extended deadline)

      Comments Off on Kallað eftir umsóknum fyrir ritstjóra Acta Sociologica 2019 til 2022, framlengdur frestur (updated version, extended deadline)

Samtök norrænna félagsfræðinga leita að ritstjórum Acta, 2019-2022 (English follows).

Auglýsing FFÍ eftir nýjum ritsjtórum Acta Sociologia, dagsett 12.11. síðastliðinn, hefur verið afturkölluð. Ný auglýsing með nokkuð breyttum forsendum og framlengdum umsóknarfresti (1. mars 2018) birtist hér að neðan.

Samtök norrænna félagsfræðinga (NSA) leita að nýrri ritstjórn fyrir Acta Sociologia. Samkvæmt lögum NSA flyst ritstjórnin á fjögurra ára fresti á milli Norðurlandanna fimm og flyst hún frá Finnlandi til Íslands í byrjun árs 2019 til loka árs 2022. Af því tilefni eru íslenskir félagsfræðingar hvattir til að sækja um að ritstýra tímaritinu.

Ekki er um launaðar stöður að ræða en NSA veitir ritstjórninni fjárhagslegan stuðning sem stendur straum af kostnaði við ráðningu aðstoðarritstjóra í hlutavinnu og ferðum ritstjóra vegna funda við eiganda og útgefanda tímaritsins. Endanleg upphæð fjárhagslegs stuðnings NSA ræðst í samningum við eiganda og útgefanda en undanfarin ár hefur þessi upphæð verið um það bil EUR 30.000 árlega.

Acta Sociologja er virt alþjóðlegt fræðitímarit á svið félagsvísinda, gefið út af SAGE journals, og var árið 2016 með 1,225 stig í áhrifaþætti (e. impact factor). Tímaritinu er dreift til um 3.000 félagsmanna NSA og dreifist að auki víða um heim í gegnum áskriftir bókasafna. Innsending handrita og ritrýniferli tímaritsins er rafrænt og vistað á heimasíðu Sage track (https://peerreview.sagepub.com/). Núverandi ritstjórar Acta eru þau Jani Erola og og Suvi Salemnniemi við Turku háskóla í Finnlandi.

Hlutverk ritstjóra er að bera ábyrgð á ritstýringu tímaritsins, á ráðningu og störfum aðstoðarritstjóra og halda utan um ráðgefandi ritstjórn í samræmi við lög tímaritsins. Undir vissum kringumstæðum geta ritstjórarnir skipað gestaritstjóra, s.s. til að ritstýra sérútgáfum. Engu að síður bera þeir í öllum tilfellum lokaábyrgð á ritstjórninni og svara fyrir hana hjá útgefanda.

Umsækjendur verða metnir eftir neðangreindum viðmiðum:

 • Félagsfræðilegri og faglegri sérþekkingu umsækjanda.
  • Umsækjendur skulu hafa skarað fram úr í fræðilegum störfum sínum á sviði félagsfræði og það þykir kostur hafi þeir hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir störf sín. Umsækjandi þarf jafnframt að hafa sýnt mikla rannsóknarvirkni undanfarin ár.
 • Akademískri stöðu og stuðningi þeirrar háskólastofnunar/stofnana sem mun hýsa ritstjórnina.
  • Umsækjendur þurfa að hafa stöðu við háskóla- eða rannsóknastofnun/stofnanir sem hefur burði til að veita ritstjórum þann stuðning sem þeir kunna að þurfa á að halda.
  • Þeim stuðningi við ritstjórnina sem stofnunin/stofnanirnar getur veitt í formi skrifstofuaðstöðu, kennsluafslætti til handa ritstjórum o.s.frv.
 • Hugmyndum umsækjenda um hvernig þeir myndu þróa og styrkja tímaritið í ritstjóratíð sinni.

Jafnframt er æskilegt að:

 • Tímaritið hafi a.m.k. tvo ritstjóra sem geta starfað náið saman.
 • Ritstjórarnir hafi víðtæka reynslu af alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi. Að minnsta kosti einn ritstjóranna hafi full tök á enskri tungu, jafnt ritmáli sem talmáli.

Í ljósi smæðar íslensks samfélags mun NSA (en ekki stjórn Íslenska félagsfræðingafélagsins) velja ritstjóra úr innsendum umsóknum. NSA áskilur sér rétt til að velja engan umsækjanda ef svo ber undir. Formleg ákvörðun um valið verður tekin á fundi stjórnar NSA um miðjan apríl á þessu ári og umsækjendum tilkynnt um valið í framhaldinu.

Reiknað er með að hvoru tveggja fráfarandi og nýir ritstjórar sæki stjórnarfund NSA í ágúst næstkomandi. Á haustmánuðum munu fráfarandi ritstjórar aðstoða nýja ritstjóra við að koma þeim inn í starfið. Ný ritstjórn tekur formlega við 1. janúar 2019.

Í umsókn ritstjóra skal greina skilmerkilega frá hæfni umsækjanda og þeim stuðningi sem stofnunin/-irnar sem umsækjendur hafa stöðu við geta veitt.

Umsóknir skulu sendar á netfangið stjorn16@felagsfraedingar.is fyrir 1. mars 2018.

Hafið vinsamlegast samband við Margréti Einarsdóttur fyrir frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á margrei@hi.is

Lög Acta má finna hér.

 

Call for new editors for Acta, dated November 11th 2017, has been withdrawn. A new call with updated terms and extended deadline is declared below.

Call for Acta Sociologica Editors, from 2019 to 2023 (updated version, extended deadline)

The Nordic Sociological Association (NSA) is looking for new Editors to edit Acta Sociologica from January 2019 when the editorship will be transferred from Finland to Iceland. The statutes of the NSA declare that the editorship board rotates every four years between the Nordic countries. The editorship moves from Finland to Iceland in the beginning of 2019 where it will be until the end of 2022. Therefore, Icelandic sociologists are encouraged to apply to become editors for Acta Sociologica.

The editorial positions are not paid, but the NSA provides financial support for a part time editorial assistant and travel cost for editors to attend meetings with the journal owner and publisher. The final amount of NSA financial support is settled in a contract with the owner and the publisher. In recent years this amount has been approximately EUR 30,000 annually.

Acta Sociologica is a highly respected international peer-reviewed journal in social sciences, published by SAGE journals. The impact factor for 2016 was 1.225. The magazine is distributed to about 3,000 members of the NSA, and is globally distributed through extensive library subscriptions. The submission and peer review process of the journal is electronic and hosted on Sage track. Current editors of Acta Sociologica are Jani Erola and Suvi Salemnniemi at Turku University, Finland.

The editors hold responsibility for the editing of the journal, the hiring of an editorial assistant and his/her everyday jobs, and to hold and maintain the board of consulting editors in accordance with the journal’s statutes. Special issues and guest editors are a possibility. However, the editors will be responsible for approval of the special issues, and have to live up to the responsibilities agreed upon with the publishing partner.

The applicants will be evaluated by the following criteria:

 • The level of their sociological and professional expertise
  • The editors are expected to have an outstanding academic record, and to be internationally recognized. Also, they must have been active in research in recent years.
 • The academic standard of the host institution(s) of the editors.
  • The applicants must hold a position at a university or research institution with the capacity to provide required support.
  • The support that the institution can provide in the form of office facilities, teaching discount for the editors, etc.
 • Their vision of how to develop and strengthen Acta Sociologia during the term of the editorship.

It is also preferable that:

 • the editorship constitutes of at least two editors that have the capacity for efficient cooperation;
 • the editors have extensive experience in international research networks;
 • at least one of the editors fully master the English language, both in writing and in speech.

In light of the small size of Icelandic community, it will be NSA, not the Icelandic Sociological Association, that will evaluate the applications, and choose the new editors. NSA reserves its right to deny all applications if none is considered sufficient. The final decision will be taken at the meeting of the Board of NSA in the middle of April. The applicants will be informed about that decision as soon as possible.

It is expected that both the current and the future editors will attend the meeting of the NSA Board in August. The current editors will assist in the transition of editorial offices in the autumn of 2018. The future editors will take charge of the journal on January 1st, 2019.

The applications should be sent to stjorn16@felagsfraedingar.is by Mars 1st 2018.  

For further information, please contact Margrét Einarsdóttir (margrei@hi.is ).

Statutes for Acta.