Fundarboð á aðalfund Félagsfræðingafélags Íslands

      Comments Off on Fundarboð á aðalfund Félagsfræðingafélags Íslands

Félagsfræðingafélag Íslands boðar til aðalfundar föstudaginn 17. febrúar, 2017. Jafnframt er boðað til fræðslufundar sama dag kl 16:00 og hefst aðalfundur að fræðsluerindi loknu. Fundirnir tveir eru haldnir í Háskóla Íslands, Lögbergi stofu 102.

Dagskrá þessara tveggja funda er eftirfarandi:

16:00-16:40

Guðbjörg Vilhjálmsdóttir prófessor heldur erindi:

Habitus kenningin og starfsval

16:45-17:30

Ingólfur V. Gíslason, dósent er fundarstjóri:

Aðalfundur Félagsfræðingafélags Íslands

Dagskrá aðalfundar er svohljóðandi:

1. Skýrsla fráfarandi stjórnar.

2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.

3. Lagabreytingar.

4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.

5. Kosning fulltrúa í Samband norrænna félagsfræðinga.

6. Félagsgjald.

7. Önnur mál.

Ein tillaga um lagabreytingu hefur borist frá fráfarandi formanni: Við 6. gr. núgildandi laga bætist við setning: Fulltrúar félagsins í Sambandi norrænna félagsfræðinga skulu kosnir á aðalfundi og stafa frá 1. júní ár hvert til 31. maí ári síðar.

Rökstuðningur lagabreytingartillögu: Fulltrúar í stjórn Norrænu samtakanna mæta gjarnan á vorfundfund stjórnar samtakanna í febrúar, mars eða apríl ár hvert, þ.e. stuttu eftir aðalfund íslenska félagsins. Það torveldar nokkuð skipulag þessara funda, svo sem skipulag flugs og gistingar, að fulltrúar vita ekki með vissu hvort þeir fái endurkosningu á aðalfundi. Eins getur verið erfitt fyrir nýja fulltrúa að mæta á fund stuttu eftir að þeir eru kosnir. Þvi er heppilegt að nýjir fulltrúar takið við um mitt ár og hafi góðan fyrirvara til að geta tekið þátt í næstu fundum Norrænu samtakanna.

Stefán Hrafn Jónsson
Fráfarandi formaður Félagsfræðingafélags Íslands