Fundarboð á aðalfund Félagsfræðingafélags Íslands

      Comments Off on Fundarboð á aðalfund Félagsfræðingafélags Íslands

Fundarboð á aðalfund Félagsfræðingafélags Íslands

Félagsfræðingafélag Íslands boðar til aðalfundar föstudaginn 23. febrúar, 2018. Jafnframt er boðað til fræðslufundar sama dag kl 16:00 og hefst aðalfundur að fræðsluerindi loknu. Fundirnir tveir eru haldnir í Háskóla Íslands, Lögbergi stofu 103.

*Dagskrá þessara tveggja funda er eftirfarandi: *

16:00-16:40
Gestur Guðmundsson prófessor heldur erindi: Afhelgun mjóa vegarins í íslenskum ungmennarannsóknum

16:45-17:30 
Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur er fundarstjóri: Aðalfundur Félagsfræðingafélags Íslands

*Dagskrá aðalfundar er svohljóðandi:*
1.Skýrsla fráfarandi stjórnar.
2.Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
3.Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
4.Kosning fulltrúa í Samband norrænna félagsfræðinga.
5.Félagsgjald.
6.Önnur mál.

Engin tillaga um lagabreytingu hefur borist. En tillögur um lagabreytingar verða að berast stjórn eigi síður en viku fyrir aðalfund.