Doktorsvörn í félagsfræði við Háskóla Íslands

      Comments Off on Doktorsvörn í félagsfræði við Háskóla Íslands

Sunna Kristín Símonardóttir mun verja doktorsritgerð sína í félagsfræði við HÍ næstkomandi föstudag, 18. ágúst. Vörnin fer fram í hátíðarsal HÍ kl. 14 og er öllum opin.

Doktorsritgerð Sunnu nefnist „Discipline and Resistance: Constructing the “good” Icelandic mother through dominant discourses on bonding, breastfeeding and birth“. Hún byggist á fjórum vísindagreinum sem allar kanna með hvaða hætti orðræða hins „náttúrulega“ birtist á Íslandi þegar kemur að móðurhlutverkinu og skoða hvernig merkimiðarnir um hina „góðu“ og „slæmu“ móður eru notaðir til þess að stjórna valkostum og hegðun kvenna. Í rannsókninni skoðar Sunna ríkjandi orðræður um móðurhlutverkið á Íslandi og setur í samhengi við fræðilega umfjöllun um foreldramenningu, mæðrun og feðrun og femínískar og póst-strúktúralískar kenningar um ögun og samspil valds og þekkingar.

Leiðbeinandi Sunnu er dr. Ingólfur V. Gíslason, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Aðrir í doktorsnefnd eru dr. Annadís Rúdólfsdóttir, dósent í aðferðafræði rannsókna við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, dr. Ellie Lee, prófessor í félagsfræði við University of Kent, og dr. Helga Gottfreðsdóttir, prófessor í ljósmóðurfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands.

Andmælendur eru dr. Charlotte Faircloth, dósent í Félagsvísindum við University of Roehampton, London, og dr. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Hér má finna viðburðinn á Facebook.