Aukum sýnileika félagsfræðarinnar

      Comments Off on Aukum sýnileika félagsfræðarinnar

Stjórn Félagsfræðingafélag Íslands leitar til félagsmanna.

Við viljum biðja ykkur að senda á stjórn (Báru og Daða Heiðar), krækjur á greinar eftir íslenska félagsfræðinga og málefni tengd íslenskri félagsfræði sem Bára og Daði Heiðar munu svo birta á heimasíðu félagsins. Með þessu viljum við lyfta upp félagsfræðinni sem fræðigrein og auka sýnileika hennar. Þau sem vilja skrifa stutta óritrýnda umfjöllun um félagsfræðileg málefni til að birta á heimasíðunni t.d. ritdóm um bækur tengdar félagsfræði, bækur sem nýtast í kennslu eða annað áhugavert. Eins væri gott að fá sjónarhorn félagsmanna á af hverju félagsfræðin er mikilvæg í íslensku nútímasamfélagi og af hverju gott er að læra félagsfræði.

Endilega hafið samband, netföng Báru og Daða: bara.jo.gu@gmail.com eða dadiheidar@gmail.com.

Stjórnin