Um félagið

Félagsfræðingafélag Íslands var stofnað 30. nóvember 1995. Tilgangur félagsins er að efla fræðilega umræðu meðal félagsmanna; hafa áhrif á almenna umræðu um þjóðfélagsmál og standa að ráðstefnum og fyrirlestrum um félagsfræðileg málefni. Félagið er fagfélag og ætlað þeim sem lokið hafa háskólaprófi í félagsfræði.

Félagið gefur út ritrýnt tímarit Íslenska þjóðfélagið

Félagsfræðingafélag Íslands er aðili að Bandalagi Norrænna félagsfræðinga, Nordic Sociological Association sem gefur m.a. út tímaritið Acta Sociologica í ritstjórn Sigrúnar Ólafsdóttur og Jóns Gunnars Bernburg

Hafa samband

Stjórn félagsins sendir tilkynningar til félagsmanna á Facebook síðu félagsins

Boð á aðalfund og önnur mikilvæg skilaboð eru send með tölvupósti á félagsmenn

Stjórn félagsins sendir ekki aðrar tilkynningar á félagsmenn í tölvupósti

Netfang stjórnar er postur[hja]felagsfraedingar.is

Íslenska þjóðfélagið

Til að hafa samband við ritstjórn Íslenska þjóðfélagsins – tímarit Félagsfræðingafélagsins – sendið póst á ritstjorn[hja]felagsfraedingar.is